Erlent

Leikari úr Sopranos-þáttunum látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Frank Vincent varð 78 ára gamall.
Frank Vincent varð 78 ára gamall. Vísir/Getty
Bandaríski leikarinn Frank Vincent, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í þáttunum Sopranos og fjölda mynda Martin Scorsese, er látinn, 78 ára að aldri.

TMZ greindi frá því í gærkvöldi að Vincent hafi dáið í síðustu viku í kjölfar hjartaaðgerðar sem hann gekkst undir á sjúkrahúsi í New Jersey.

Vincent fór með hlutverk glæponsins Phil Leotardo í Sopranos-þáttunum, einn helsta andstæðing aðalpersónunnar Tony Soprano í undirheimum New Jersey.

Vincent fór einnig með hlutverk í myndum leikstjórans Scorsese, Raging Bull, Goodfellas og Casino.

Vincent fæddist í North Adams í Massachusetts og tók snemma sín fyrstu skref innan leiklistarinnar, en faðir hans var áhugaleikari. Hann kom fyrst fram í mynd leikstjórans Ralph DeVito, Death Collector, frá árinu 1975.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×