Erlent

Leikari úr Sopranos-þáttunum látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Frank Vincent varð 78 ára gamall.
Frank Vincent varð 78 ára gamall. Vísir/Getty

Bandaríski leikarinn Frank Vincent, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í þáttunum Sopranos og fjölda mynda Martin Scorsese, er látinn, 78 ára að aldri.

TMZ greindi frá því í gærkvöldi að Vincent hafi dáið í síðustu viku í kjölfar hjartaaðgerðar sem hann gekkst undir á sjúkrahúsi í New Jersey.

Vincent fór með hlutverk glæponsins Phil Leotardo í Sopranos-þáttunum, einn helsta andstæðing aðalpersónunnar Tony Soprano í undirheimum New Jersey.

Vincent fór einnig með hlutverk í myndum leikstjórans Scorsese, Raging Bull, Goodfellas og Casino.

Vincent fæddist í North Adams í Massachusetts og tók snemma sín fyrstu skref innan leiklistarinnar, en faðir hans var áhugaleikari. Hann kom fyrst fram í mynd leikstjórans Ralph DeVito, Death Collector, frá árinu 1975.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira