Innlent

Forsíðuhjólum Bergþórs og Alberts stolið

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Bergþór og Albert hjóla mikið enda ódýr og góður ferðamáti.
Bergþór og Albert hjóla mikið enda ódýr og góður ferðamáti. Vísir/Stefán
Hjólum söngvarans Bergþórs Pálssonar og eiginmanns hans, Alberts Eiríkssonar, var stolið af Lindargötu í nótt.

Bergþór segir á Facebook-síðu sinni í morgun að þrátt fyrir að þau hafi verið innandyra hafi þjófnum tekist að nappa hjólunum. Um leið og hann leitar skýringa á því hvernig hann komst inn biður hann fólk um að hafa augin opin. „Þau eru með svart batterí ofan á stönginni, eins og sést á fyrstu myndinni. Annað þeirra er blátt Mongoose með miklum töskum á bögglabera og hitt grásilfrað Mongoose með körfu að framan,“ lýsir Bergþór.

Þeir Albert hjóla báðir mikið og áætluðu þeir í forsíðuviðtali við fylgirit Fréttablaðsins að kílómetrarnir skiptu hundruðum á hverju ári. Þeir hjóla í öllum veðrum enda sé þetta góður, vistvænn og ódýr ferðamáti. Ekki skemmir fyrir hvað þeir urðu „sætir og útteknir“ af öllum hjólreiðunum.

Færslu Bergþórs má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×