Enski boltinn

Klopp: Lausnin er ekki bara að kaupa leikmenn

Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, á leiknum í gær.
Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, á leiknum í gær. Vísir/Getty

Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að lausnin á vandræðum liðsins í varnarleiknum sé ekki eingunsi sú að kaupa nýja leikmenn. Liverpool hefur verið að leka inn mörkum í upphafi tímabilsins en liðið fékk tvö mörk á sig í gær þegar Liverpool gerði 2-2 jafntefli við Sevilla í Meistaradeild Evrópu.

Liverpool var í góðri stöu í gær en gerði slæm mistök í vörn sinni í gær undir lokin þegar Sevilla skoraði jöfnunarmark leiksins.

Virgil Van Dijk, varnarmaður Southampton, var sterklega orðaður við Liverpool í sumar en félaginu tókst ekki að kaupa Hollendinginn. En Klopp sagði eftir leik í gær að það væri ekki bara lausnin að kaupa nýja leikmenn.

„Ef það hefði verið hægt að leysa öll okkar vandamál með að kaupa einn leikmann þá hefðum við sett allan okkar pening í að klára það,“ sagði Klopp.

„Þetta snýst um að stýra leiknum. Við erum að missa tökin á leiknum þegar kemur að varnarleiknum. Það er hægt að bæta þetta. Við þurfum að læra að stýra leiknum og gefa andstæðingnum ekki auðveld mörk.“

„Þetta er ekki vandamál sem snýr að vörninni heldur þurfum við að bæta okkur 100 prósent,“ sagði hann.

Mörkin úr leiknum í gær má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira