Erlent

24 fórust í eldsvoða í heimavistarskóla í Malasíu

Atli Ísleifsson skrifar
Ljóst er að eldvarnir í skólanum voru ekki viðunandi.
Ljóst er að eldvarnir í skólanum voru ekki viðunandi. Vísir/AFP

Minnst 24 nemendur og kennarar fórust í eldvoða í heimavistaskóla í Kúala Lumpur í Malasíu í nótt.

Fréttaveita AFP hefur eftir slökkviliðsstjóra borgarinnar að eldsvoðinn sé einhver sá mannskæðasti í borginni í tuttugu ár.

Ljóst er að eldvarnir í skólanum voru ekki viðunandi en járnrimlar voru fyrir svefnherbergisgluggum nemenda skólans og komust þeir því hvergi eftir að eldurinn kom upp.

Eldurinn kom upp í trúarskólanum Tahfiz Darul Quran Ittifaqiyah í nótt. Lögregla segir að 22 drengir á aldrinum þrettán til sautján ára hafi látið lífið í eldsvoðanum, auk tveggja kennara.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira