Erlent

24 fórust í eldsvoða í heimavistarskóla í Malasíu

Atli Ísleifsson skrifar
Ljóst er að eldvarnir í skólanum voru ekki viðunandi.
Ljóst er að eldvarnir í skólanum voru ekki viðunandi. Vísir/AFP
Minnst 24 nemendur og kennarar fórust í eldvoða í heimavistaskóla í Kúala Lumpur í Malasíu í nótt.

Fréttaveita AFP hefur eftir slökkviliðsstjóra borgarinnar að eldsvoðinn sé einhver sá mannskæðasti í borginni í tuttugu ár.

Ljóst er að eldvarnir í skólanum voru ekki viðunandi en járnrimlar voru fyrir svefnherbergisgluggum nemenda skólans og komust þeir því hvergi eftir að eldurinn kom upp.

Eldurinn kom upp í trúarskólanum Tahfiz Darul Quran Ittifaqiyah í nótt. Lögregla segir að 22 drengir á aldrinum þrettán til sautján ára hafi látið lífið í eldsvoðanum, auk tveggja kennara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×