Innlent

Bein útsending: Fjárlagafrumvarpið rætt á Alþingi

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra kynnti frumvarpið á þriðjudag.
Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra kynnti frumvarpið á þriðjudag. Vísir/Ernir

Fyrsta umræða um frumvarp til fjárlaga ársins 2018 hefst á Alþingi í dag klukkan 10:30.

Alþingi kom saman að loknu sumarleyfi á þriðjudag og fyrr þann sama dag kynnti Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, frumvarpið í fjármálaráðuneytinu. Gert er ráð fyrir að heildarafkoma ríkissjóðs skili afgangi sem nemi 44 milljörðum króna.

Reikna má með að stjórnarandstaðan og jafnvel stjórnarliðar leggi fram töluverðar breytingar á fjárlagafrumvarpinu. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar hafa til að mynda fullyrt að ekki sé verið að auka framlög til uppbyggingar Landsspítalans umfram launahækkanir og til nýbygginga og enn séu skerðingar í elli- og örorkulífeyriskerfinu vegna tenginga við tekjur.

Hægt er að fylgjast með umræðum um frumvarpið í spilaranum hér fyrir neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira