Bíó og sjónvarp

Game of Thrones: Koma í veg fyrir spennuspilla með mörgum lokaatriðum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Systkinin Jaime og Cersei Lannister eiga í nánari sambandi en skipulagsfulltrúar geta sætt sig við.
Systkinin Jaime og Cersei Lannister eiga í nánari sambandi en skipulagsfulltrúar geta sætt sig við. HBO

Framleiðendur Game of Thrones munu taka upp mörg mismunandi lokaatriði í næstu og síðustu seríu af þáttunum vinsælu Game of Thrones. Allt verður reynt til þess að koma í veg fyrir að því verði lekið hvernig þættirnir munu enda.

Mikil leynd hvílir yfir áttundu og síðustu seríu þáttanna en framleiðsla þeirra er nú í bígerð. Búist er við að framleiðendurnir muni láta seríuna enda á allt að fimm mismunandi vegu, allt til þess að koma í veg fyrir að áhorfendur muni vita hver hinn raunverulegi endir verður.

Þetta staðfestir Casey Bloys yfirmaður þáttagerðar hjá HBO sem framleiðir þættina.

„Þegar maður er með svona þætti sem hafa verið lengi í sjónvarpi er þetta mikilvægt. Það er alltaf einhver sem veit hvernig þættirnir enda en ef menn gera þetta svona er í raun og veru ekkert ákveðið svar við því fyrr en lokaþátturinn er sýndur,“ sagði Bloys.

Game of Thrones verður alls ekki fyrsti sjónvarpsþátturinn til þess að gera þetta. Þetta er í raun vel þekkt bragð í Hollywood. Framleiðendur þátta á borð við Dallas, Sopranos og Breaking Bad þættina gerðu það nákvæmlega sama, allt til þess að koma í veg fyrir spennuspilla (e. spoilers.)


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira