Erlent

Öll mistök SpaceX í einu myndbandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Þróunarstarf SpaceX hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig.
Þróunarstarf SpaceX hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig.

Elon Musk, eigandi fyrirtækisins SpaceX, lofaði því í ágúst að starfsmenn fyrirtækisins væru að vinna að svokölluðu „blooper reel“ þar sem farið væri yfir mistök fyrirtækisins. Nú hefur það myndband verið birt þar sem sjá má fjölmargar milljónir dala springa í loft upp.

SpaceX hefur nú í nokkur ár unnið að því að þróa eldflaugar sem farið geta út í geim og lent aftur á jörðinni. Starfsmönnum fyrirtækisins hefur tekist að lenda sextán eldflaugum og hefur jafnvel tekist að nota eldflaug aftur til geimskots.

Þróun þessi hefur þó ekki gengið án áfalla, eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira