Íslenski boltinn

Bílastæðaskortur á Kópavogsvellinum þegar KR-ingar koma í heimsókn í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
KR-ingurinn Pálmi Rafn Pálmason á ferðinni í fyrri leik liðanna.
KR-ingurinn Pálmi Rafn Pálmason á ferðinni í fyrri leik liðanna. Vísir/Anton

Blikar biðla til áhorfenda á Kópavogsvelli í kvöld að leggja hinum megin við Hafnarfjarðarveginn eða labba á völlinn.

Sjávarútvegssýningin í Smáranum hefur veruleg áhrif á leik Breiðabliks og KR í Pepsi-deildinni í fótbolta í dag.

Blikar taka á móti KR-ingum klukkan 17.00 en leikurinn er í 19. umferð Pepsi-deildarinnar.  KR-ingar verða eiginlega að vinna til að eiga raunhæfa möguleika á Evrópusæti.

Sjávarútvegssýningin í Smáranum er vel sótt og þar sem að hún er í fullum gangi þessa dagana þá verða bílastæði af skornum skammti fyrir leik Breiðabliks og KR.

Blikar biðla því til  starfsmanna, leikmanna og vallargesta að leggja bílum sínum á Kópavogstúni, hinum megin við Hafnarfjarðarveginn, koma fótgangandi á völlinn eða nota almenningssamgöngur.

Það má sjá skilaboðin frá Blikum hér fyrir neðan.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira