Enski boltinn

Stuðningsmaður Leicester sektaður vegna níðs gagnvart samkynhneigðum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Leicester sigraði nýliða Brighton 2-0 á heimavelli í ágúst.
Leicester sigraði nýliða Brighton 2-0 á heimavelli í ágúst. Vísir/getty

Stuðningsmaður enska úrvalsdeildarliðsins Leicester City hefur verið sektaður fyrir níð gegn samkynhneigðum í leik Leicester og Brighton í ágústmánuði.

Lögreglumaður að störfum við gæslu á leiknum heyrði í stuðnigsmanninum, sem hefur verið nafngreindur sem hinn 44. ára Jason Holmes, kalla niðrandi orðræðu að stuðningsmönnum Brighton á King Power leikvanginum í Leicester þann 19. ágúst siðast liðinn.

Hann var þá handtekinn og mætti fyrir dómstóla í Leicester í dag og var dæmdur til þess að greiða 300 pund, eða tæp 43 þúsund íslenskra króna. Þá þarf hann einnig að greiða 115 pund til viðbótar í kostnað.

Saksóknarinn Janine Smith sagði: „Saksóknaraembættið tekur allar tegundir mismununar alvarlega og spilar mikilvægt hlutverk í því að uppræta hana úr fótboltanum. Það var farið með þetta atvik sem hatursglæp.“

Áður en hann mætti fyrir dómstóla hafði Holmes setið námskeið hjá Kick it Out, herferð gegn mismunun í fótbolta. Saksóknaraembættið benti Holmes á námskeiðið, en hann fór þangað valfrjálst og sjálfviljugur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira