Bíó og sjónvarp

Nýjasti þáttur South Park gaf snjalltækjum dónalegar skipanir

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Cartman skemmti sér vel með hjálp Alexu og Siri.
Cartman skemmti sér vel með hjálp Alexu og Siri. Vísir/Comedy Central
Fyrsti þáttur 21. þáttaraðar South Park var sýndur í gær. Svo virðist sem að línur úr þættinum hafi gefið snjalltækjum á borð við Google Home og Alexu frá Amazon ýmsar dónalegar skipanir.

Í þættinum fiktar Cartman, ein af aðalpersónum þáttanna, með snjalltæki sem búa yfir stafrænum aðstoðarmönunm sem geta tekið á móti skipunum. Slík snjalltæki má finna á æ fleiri heimilum og telja ýmsir að innan nokkurra ára verði slík tæki að finna á velflestum heimilum.

Á vef Mashable kemur fram að þeir sem horfðu á þáttinn á sama tíma og kveikt var á samskonar snjalltækjum á heimili þeirra hafi lent í því að snjalltækin svöruðu skipunum Cartman úr þættinum.

Cartman, sem þekktur er fyrir óheflað málfar, skipaði Alexu, stafrænum aðstoðarmanni sem finna má í græjum frá Amazon, að gera ýmsa óviðurkvæmilega hluti. Þá skipaði Cartman Alexu til að mynda að bæta hárugum pungum á lista yfir hvað ætti að versla í búð.

Hafa fjölmargir áhorfendur þáttanna greint frá því að nú séu hárugir pungar, ásamt ýmsu öðru vafasömu, á lista yfir það sem versla skuli inn fyrir vikuna, þökk sé Cartman og samskiptum hans við Alexu í þáttunum.

Dæmi um slíkt má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Google Assistant í fleiri síma

Google Assistant, raddstýrður aðstoðarmaður úr smiðju Google, er nú fáanlegur á fleiri Android-símum. Hingað til hafði forritið eingöngu verið fáanlegt fyrir Pixel-síma Google. Frá þessu greindi Google á dögunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×