Innlent

Vændi hefur aukist á Íslandi

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur hjá lögreglunni, heldur utan um ráðstefnuna í dag.
Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur hjá lögreglunni, heldur utan um ráðstefnuna í dag. vísir/Pjetur
Á ráðstefnunni Þrælahald nútímans sem haldin er í dag munu erlendir sérfræðingar fjalla um mansal í öðrum löndum, hverjir helstu áhættuþættir eru og hvernig eigi að bregðast við.

Alda Hrönn Jóhannsdóttir segir nokkur áhættumerki í heiminum í dag sem auka líkurnar á mansali. Til að mynda auknir fólksflutningar.

„Einnig bættur efnahagur og þetta mikla erlenda vinnuafl sem við þurfum hér á Íslandi sem eru oft í viðkvæmri stöðu, því fólk þekkir ekki innviði samfélagsins. Það eru margir þættir sem spila inn í - líka aukning á ferðamönnum," segir Alda.

Fleiri ferðamenn og auknar flugsamgöngur sem auðvelda flutninga til og frá landinu auka einnig líkurnar á vændi. Alda Hrönn segir vændi hafa aukist hér á landi síðustu ár.

„Já, við sjáum það á þessum escort-síðum. Við höfum upplýsingar um að það hafi aukist, já.“

Viðbrögð lögreglu felast í lögreglurannsóknum en einnig er brugðist við aukinni eftirspurn með forvörnum.

„Því eftirspurnin er hér. Það þurfa allir að bregaðast við, stjórnvöld, stéttarfélög og stofnanir en einnig almenningur," segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur hjá lögreglunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×