Handbolti

Andrea í landsliðshópinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Andrea Jacobsen í leik með Fjölni
Andrea Jacobsen í leik með Fjölni mynd/fjölnir
Axel Stefánsson, þjálfari A-landsliðs kvenna í handbolta, hefur valið 16 manna landsliðshóp sem tekur þátt í undankeppni EM. Ísland mætir Tékkum ytra miðvikudaginn 27. september og tekur svo á móti Dönum í Laugardalshöll sunnudaginn 1. október.

Andrea Jacobsen er eini nýliðinn í hópnum. Andrea er fædd árið 1998 og spilar með nýliðum Fjölnis í Olís deild kvenna.

Ásamt Tékkum og Dönum eru Slóvenar einnig í riðli með Íslendingum. Lokakeppnin fer fram í Frakklandi í lok árs 2018.

Hópurinnn í heildina lítur svona út:

Andrea Jacobsen, Fjölnir

Arna Sif Pálsdóttir, Debreceni DVSC

Birna Berg Haraldsdóttir, Aarhus United

Ester Óskarsdóttir, ÍBV

Eva Björk Davíðsdóttir, Ajax Köbenhavn

Guðrún Ósk Maríasdóttir, Fram

Hafdís Renötudóttir, SönderjyskE

Helena Rut Örvarsdóttir, Byåsen HE

Hildigunnur Einarsdóttir, Hypo

Lovisa Thompson, Grótta

Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram

Steinunn Hansdóttir, Skanderborg

Thea Imani Sturludóttir, Volda

Unnur Ómarsdóttir, Grótta

Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Stjarnan

Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram

Varamenn:

Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Haukar 

Guðný Jenný Ásmundsdóttir, ÍBV 

Perla Ruth Albertsdóttir, Selfoss

Sandra Erlingsdóttir, ÍBV

Stefania Theodórsdóttir, Stjarnan




Fleiri fréttir

Sjá meira


×