Innlent

Bein útsending: Sigríður Á. Andersen situr fyrir svörum í kvöldfréttum Stöðvar 2

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Fjallað verður ítarlega um uppreist æru í fréttum Stöðvar 2 í kvöld en greint var frá því fyrr í dag að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, hefði verið einn af þeim sem vottaði fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson þegar hann fékk uppreist æru á seinasta ári.

Hjalti var árið 2004 dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir áralöng kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni. Rætt verður við Berg Þór Ingólfsson, sem barist hefur fyrir auknu gagnsæi þegar kemur að uppreist æru, sem og þingmenn stjórnarandstöðunnar. Einni g mun Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sitja fyrir svörum í beinni útsendingu í fréttatímanum.

Þá verður einnig fjallað um ráðstefnu um mansal sem fór fram í dag. Rætt verður við lögreglustjóra lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna fjölgunar mansals-og vændismála hér á landi. Fleiri ferðamenn, uppgangur í atvinulífi og auðveldari flugsamgöngur eru hluti ástæðunnar.

Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×