Fótbolti

Arsenal og Köln kærð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Það voru mikil læti á Emirates í gær.
Það voru mikil læti á Emirates í gær. vísir/getty
Arsenal og Köln hafa verið kærð af UEFA, Knattspyrnusambandi, vegna atvika sem upp komu á meðan leik liðanna í Evrópudeildinni í gær stóð. Arsenal vann leikinn 3-1.

Um 20.000 stuðningsmenn Köln mættu til London þrátt fyrir að félaginu hafi aðeins verið úthlutað 2900 miðum á Emirates.

Leiknum seinkaði um klukkutíma og um tíma var óvíst hvort hann færi fram.

Köln fékk fjórar kærur, þ.á.m. vegna óláta stuðningsmanna og notkun flugelda og blysa í stúkunni. Arsenal var kært fyrir að loka fyrir stiga upp í stuðningsmannasvæði Köln.

Málið verður tekið fyrir 21. september næstkomandi.


Tengdar fréttir

Leik Arsenal og Köln seinkað um klukkutíma

Leik Arsenal og Köln hefur verið seinkað um klukkutíma þar sem um 20 þúsund miðalausir stuðningsmenn Köln reyndu að ryðjast inn á völlinn.

Sanchez kominn á blað hjá Arsenal

Arsenal hafði verið fastagestur í Meistaradeild Evrópu undanfarna áratugi en hóf í kvöld leik í Evrópudeild UEFA með 3-1 sigri á Köln




Fleiri fréttir

Sjá meira


×