Fótbolti

Fótboltastelpurnar okkar fengu allar gjöf frá KSÍ í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Landsliðskonurnar með Guðna Bergssyni og Guðrúun Ingu Sívertsen.
Landsliðskonurnar með Guðna Bergssyni og Guðrúun Ingu Sívertsen. Mynd/KSÍ
Það verður enginn varaþurrkur hjá stelpurnar okkar á næstunni því allir leikmenn og þjálfarar íslenska kvennalandsliðsins fengu í dag varaglossa að gjöf frá KSÍ. Varaglossarnir eru frá „Á allra vörum“ sem nú standa að söfnunarátaki áttunda sinn. KSÍ styrkir söfnunarátakið.

Knattspyrnusambandið segir frá þessu á heimasíðu sinni en framundan er fyrsti leikur stelpnanna í undankeppni HM 2019 sem verður á móti Færeyjum á Laugardalsvellinum á mánudagskvöldið.

Söfnunarátak „Á allra vörum“ að þessu sinni er fyrir Kvennaathvarfið og nýju húsnæði fyrir konur og börn sem ekki eiga í nein hús að vernda eftir að dvöl þeirra í Kvennaathvarfinu lýkur.

Guðni Bergsson, formaður KSÍ, og Guðrún Inga Sívertsen, varaformaður KSÍ, afhentu leikmönnum varaglossana fyrir æfingu liðsins á Laugardalsvelli í dag. Það má sjá mynd af þeim með stelpunum hér fyrir ofan.

Leikurinn á móti Færeyjum á mánudaginn hefst klukkan 18:15. Frítt er á leikinn og KSÍ hvetur landsmenn til að koma og styðja við bakið á stelpunum okkar í þessum fyrsta leik þeirra eftir Evrópumótið í Hollandi í sumar.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×