Innlent

Guðni: „Skylda og ábyrgð þingmanna að bregðast við þessari stöðu“

Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar
Guðni á Bessastöðum í morgun.
Guðni á Bessastöðum í morgun. visir/anton
Guðni Th. Jóhannesson tilkynnti fjölmiðlum að hann hafi fallist á lausnarbeiðni forsætisráðherrra eftir fund sinn með Bjarna Benediktssyni.

„Ég féllst á þá lausnarbeiðni en fól foræstisráðherra og ráðuneyti hans að sitja áfram uns ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Við ræddum þá ósk þingflokka að þing verði rofið og gengið til kosninga,“ sagði Guðni á blaðamannafundi nú rétt í þessu. 

Hann kemur til með að hitta formenn allra stjórnmálaflokka í dag og hlýða á sjónarmið þeirra. 

„Að því loknu má vænta frekari tíðinda í þeim efnum. Eftir helgi mun svo forsætisráðherra ganga á minn fund á ný,“ sagði Guðni. 

Hann viðurkenndi að staðan sem upp er komin væri óvenjuleg og jafnvel einstæð. „Það er skylda og ábyrgð þingmanna að bregðast við þeirri stöðu og það er líka í mínum verkahring. Nú sjáum við til þess að hér á landi sé ríkisstjórn og göngum síðan til kosninga og sjáum hver vilji kjósenda er.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×