Enski boltinn

Upphitun: Tveir stórleikir á dagskrá | Rooney mætir á Old Trafford

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tveir áhugaverðir leikir eru á dagskrá ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Klukkan 12:30 hefst leikur Chelsea og Arsenal á Stamford Bridge.

Chelsea hefur unnið síðustu fimm deildarleiki sína gegn Arsenal á heimavelli.

Arsenal vann hins vegar Chelsea í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar á síðasta tímabili og leikinn á Emirates í deildinni.

Eftir þann leik breytti Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, um leikkerfi. Lundúnaliðið vann í kjölfarið 13 leiki í röð og endaði á því að verða Englandsmeistari í sjötta sinn.

Í hinum leik dagsins, sem hefst klukkan 15:00, tekur Manchester United á móti Everton.

Wayne Rooney mætir þarna á sinn gamla heimavöll. Hann lék með United á árunum 2004-17 og er markahæsti leikmaður í sögu félagsins.

Gylfi Þór Sigurðsson kann vel við sig á Old Trafford og hefur skorað í þremur deildarleikjum í röð í Leikhúsi draumanna.

Báðir leikirnir verða sýndir á Stöð 2 Sport. Klukkan 17:00 hefst svo Messan þar sem farið verður yfir leiki helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×