Innlent

Færðu HSU lífsmarkatæki á aldarfjórðungsafmælinu

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Félagar í Oddfellow-stúkunum Hásteini og Þóru á Suðurlandi færðu Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi svonefnt lífsmarkatæki að andvirði tíu milljóna króna í dag. Gjöfin er gefin í tilefni af 25 ára afmæli stúknanna tveggja.

Tækið er notað til þess að vakta lífsmörk sjúklinga. Það samanstendur af tveimur skjáum og tíu minni sem fólk getur borið á sér. Þannig er hægt að fylgjast með lífsmörkum sjúklinga jafnvel þó að þeir séu á kreiki um sjúkrahúsaganga. Eldri tæki voru orðin úrelt, að sögn Björns Magnússonar, sérfræðings í lyflækningum.

„Þetta eykur mjög mikið á getu okkar til að fylgjast með sjúklingum okkar,“ segir Björn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×