Viðskipti erlent

Aflýsa allt að 50 flugferðum á dag til að bæta stundvísi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair tilkynnti um fyrirætlanir sínar í gær.
Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair tilkynnti um fyrirætlanir sínar í gær. Vísir/AFP
Lággjaldaflugfélagið Ryanair hyggst aflýsa um 40-50 flugferðum á dag næstu sex vikur. Með þessu vill flugfélagið reyna að bæta stundvísi sína.

Ryanair tilkynnti um fyrirætlanir sínar í gær og sagði það „óásættanlegt“ að undir 80% flugferða félagsins hefðu staðist tímaáætlanir fyrsta helming septembermánaðar.

Ákvörðunin gæti haft áhrif á yfir 285 þúsund farþega en þeim verður boðið upp á önnur flug eða endurgreiðslu vegna óþægindanna.

Farþegar hafa þó kvartað yfir því að þeim hafi verið tilkynnt um breytingarnar með of stuttum fyrirvara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×