Enski boltinn

Redknapp telur að stjóraferlinum sé lokið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Harry Redknapp hefur verið lengi í boltanum.
Harry Redknapp hefur verið lengi í boltanum. vísir/getty
Harry Redknapp, sem var rekinn frá Birmingham City í gær, segir allar líkur á því að stjóraferlinum sé lokið.

Hinn sjötugi Redknapp fékk sparkið eftir 1-3 tap fyrir Preston í gær. Birmingham er í næstneðsta sæti ensku B-deildarinnar og hefur tapað sex leikjum í röð.

„Ég efast um að ég snúi aftur,“ sagði Redknapp í samtali við BBC.

„Ég er raunsær maður. Ef ég gæti hjálpað einhverjum einhvers staðar, ungum stjóra, væri það indælt. Ég gerði það hjá Derby með Darren Wassall og fannst það frábært,“ bætti hinn reynslumikli Redknapp við.

Stjóraferill Redknapp hófst árið 1983 þegar hann tók við Bournemouth. Hann hefur einnig stýrt West Ham, Portsmouth, Southampton, Tottenham og QPR.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×