Golf

Besti árangur Íslendingsins á risamóti | Sjáðu brot af spilamennsku Ólafíu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir endaði í 48. sæti á Evian-meistaramótinu í golfi sem lauk í dag. Þetta er besti árangur Íslendings á risamóti í golfi.

Ólafía lék lokahringinn í dag á parinu. Hún átti í vandræðum á fyrri níu holunum, þar sem hún fékk m.a. skramba, en seinni níu holurnar voru mun betur spilaðar. Ólafía fékk alls fimm fugla, þrjá skolla og einn skramba á hringnum í dag.

Þetta var þriðja risamót Ólafíu í ár en það fyrsta þar sem hún kemst í gegnum niðurskurðinn.

Þorsteinn Hallgrímsson og Friðrik Þór Halldórsson tökumaður eru staddir úti í Evian í Frakklandi og fylgdust grannt með gangi mála hjá Ólafíu.

Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá brot því besta frá spilamennsku Ólafíu í dag.


Tengdar fréttir

Ólafía lék lokahringinn í Frakklandi á pari og endaði í 48. sæti

Íslenski atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék lokahringinn á Evian-risamótinu í golfi á pari en eftir erfiðleika um miðbik hringsins lék hún stórgott golf á lokaholunum og kom í hús á pari sem dugði henni til þess að enda í 48. sæti á mótinu.

Ólafía komst í gegnum niðurskurðinn

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir komst í gegnum niðurskurðinn á Evian-meistaramótinu í golfi. Þetta er síðasta risamót ársins.

Ólafía: Loksins komið að því

Ólafía Þórunn, kylfingur úr GR, komst í gegnum niðurskurð á fimmta og síðasta stórmóti ársins.

Ólafía við niðurskurðarlínuna eftir annan hring í Frakklandi

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, kom í hús á þremur höggum yfir pari á öðru hring Evian risamótins í Frakklandi sem er hluti af LPGA-mótaröðinni, þeirri sterkustu í heimi en það verður ekki ljóst fyrr en seinna í dag hvort hún komist í gegnum niðurskurðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×