Enski boltinn

Conte: Gott jafntefli

Dagur Lárusson skrifar
Conte ræðir við Oliver í dag.
Conte ræðir við Oliver í dag. Vísir/getty
Antonio Conte, stjóri Chelsea, var nokkuð sáttur eftir leik liðsins gegn Arsenal í dag en liðin skildu jöfn.

„Allir leikir gegn Arsenal eru erfiðir, við vissum vel hvernig leikur þetta myndi verða. Bæði lið eru frábær, þetta er gott jafntefli,“ sagði Conte

Conte var spurður út í rauða spjaldið hjá David Luiz en hann vildi ekki segja sína skoðun.

„Þið vitið að ég vil ekki tjá mig um dómara. Þið verðið að sjá þetta sjálfir.“

„Við virðum dómara hérna, en það er samt sem áður skrýtið að við skulum enda þriðja leikinn í röð gegn Arsenal einum manni færri.“

Chelsea situr í 3.sæti deildarinnar með 10 stig eftir leik dagsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×