Lífið

Nicole Kidman hélt tilfinningaþrungna ræðu um heimilisofbeldi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kidman sló í gegn í þáttunum Big Little Lies.
Kidman sló í gegn í þáttunum Big Little Lies.
Emmy-sjónvarpsverðlaunahátíðinni fór fram í nótt en Handsmaid's tale, Donald Glover, Last Week Tonight og Saturday Night Live sópuðu að sér verðlaunum. Nýjasta þáttaröð Game of Thrones fékk ekki tilnefningar að þessu sinni sökum þess að hún var sýnd í sumar. Hún gæti verið meðal þeirra tilnefndu á hátíðinni á næsta ári.

Nicole Kidman var valin besta leikkonan í sjónvarpsmynd eða styttri þáttaröð en hún fór með aðalhlutverkið í þáttunum Big Little Lies frá HBO en þættirnir voru á dagskrá Stöðvar 2.

Kidman hélt tilfinningaþrungna ræðu um heimilisofbeldi og var ræðan einn af hápunktum kvöldsins. Kidman þakkaði fjölskyldu sinni fyrir að standa þétt við bakið á sér í öllu ferlinu þar sem það hafi verið mjög erfitt að taka hlutverkið að sér.

„Stundum fær maður tækifæri sem leikari að bera fram ákveðin skilaboð og það gerðum við í þessum þáttum,“ sagði Kidman.

„Heimilisofbeldi er flókinn og erfiður sjúkdómur sem er sannarlega til og miklu meira en við gerum okkur grein fyrir. Því fylgir mikil skömm og leyndarhyggja,“ sagði leikkonan í tilfinningaþrungni ræðu sem sjá má hér að neðan .


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×