Innlent

Bein útsending: Bjarni fundar með forseta á Bessastöðum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Bjarni Benediktsson mætir á Bessastaði á  laugardag.
Bjarni Benediktsson mætir á Bessastaði á laugardag. vísir/anton brink
Bein útsending verður á Stöð 2 og hér á  Vísi frá Bessastöðum þegar Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, gengur á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, klukkan 11 í dag. Fylgjast má með útsendingunni í spilaranum hér fyrir ofan.

Á fundinum mun Bjarni að öllum líkindum leggja fram tillögu um að þing verði rofið og boðað til kosninga en eins og kunnugt er sprakk ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar í liðinni viku eftir að Björt framtíð ákvað að ganga út úr samstarfinu.

Bjarni baðst lausnar fyrir ríkisstjórn sína á fundi með forseta á laugardag og var þá greint frá því að horft væri til þess að hafa kosningar 4. nóvember. Nú er hins vegar horft til þess að hafa kosningarnar þann 28. október.

 

Að loknum fundi Bjarna og Guðna mun forsetinn ávarpa fjölmiðla. Ávörp Bjarna og Guðna, sem svara munu spurningum fjölmiðla, verða í beinni útsendingu bæði á Stöð 2 og Vísi.

Uppfært kl. 11:50.

Útsendingunni er lokið. Upptökur eru aðgengilegar hér fyrir neðan.

Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá þegar Bjarni Benediktsson mætti á Bessastaði laust fyrir klukkan 11.

Eftir fundinn með Bjarna steig Guðni Th. Jóhannesson forseti í pontu.

Á eftir forsetanum kom Bjarni Benediktsson fram og ræddi við fréttamenn.


Tengdar fréttir

Forsetinn fundar með Bjarna klukkan 11

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mun eiga fund með Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra, á Bessastöðum í dag klukkan 11.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×