Enski boltinn

Rooney í tveggja ára akstursbann

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Wayne Rooney er markahæsti leikmaður enska landsliðsins frá upphafi.
Wayne Rooney er markahæsti leikmaður enska landsliðsins frá upphafi. vísir/getty
Wayne Rooney hefur verið sviptur ökuréttindum í tvö ár eftir að hafa játað að keyra undir áhrifum áfengis. Fjölmiðlar í Englandi greina frá þessu, en Rooney mætti fyrir dómstóla í dag eftir að hafa verið handtekinn í byrjun mánaðar.

Jafnframt því að mega ekki keyra í tvö ár þá þarf hann að skila 100 klukkutímum af sjálfboðavinnu í þágu samfélagsins og borga 170 pund í sekt.

„Ég vil koma fram og biðjast afsökunar á ófyrirgefanlegu dómgreindarleysi mínu í að keyra undir áhrifum. Það var rangt í alla staði,“ sagði Rooney í yfirlýsingu sem hann gaf frá sér í dag.

„Ég hef nú þegar beðið fjölskyldu mína, knattspyrnustjórann og alla hjá Everton afsökunar. Nú vil ég biðja stuðningsmenn mína og alla sem hafa fylgt mér í gegnum ferilinn afsökunar. Ég tek niðurstöðu dómsins og vona að ég geti bætt fyrir þetta með vinnu í þágu samfélagsins.“

Rooney mældist með 104 míkrógrömm af áfengi í 100 millilítrum af andardrætti. Í Englandi eru mörkin 35 míkrógrömm í 100 millilítrum, og því var Rooney langt yfir það sem leyfilegt er.

Samkvæmt heimildum Daily Mail mun Everton einnig sekta leikmanninn um 300 þúsund pund, eða það sem samsvarar tveggja vikna kaupi hjá framherjanum.

 






Tengdar fréttir

Koeman: Rooney olli mér vonbrigðum

Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Everton, segir Wayne Rooney hafa valdið honum miklum vonbrigðum með hegðun sinni. Rooney var handtekinn fyrir akstur undir áhrifum áfengis í síðustu viku.

Rooney kærður fyrir ölvunarakstur

Lögreglan í Cheshire staðfesti nú í hádeginu að hún væri búin að kæra Wayne Rooney, framherja Everton, fyrir ölvunarakstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×