Fótbolti

Valdabarátta vandamál í París

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Heyrt í París:"Ég ætla að taka þessa spyrnu!“ "Nei, ég!“
Heyrt í París:"Ég ætla að taka þessa spyrnu!“ "Nei, ég!“ Vísir/getty
Paris Saint-German hefur farið vel af stað í frönsku deildinni, unnið alla sex leikina og eru með þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar.

Hins vegar er lífið ekki dans á rósum í Parísarborg, því Neymar og Edinson Cavani sáust rífast yfir því hver ætti að taka aukaspyrnu og vítaspyrnu í 2-0 sigrinum á Lyon í gær.

Knattspyrnustjóri liðsins, Unai Emery, hefur áhyggjur af valdabaráttu stjórstjarnanna tveggja.

„Ég sagði þeim að leysa þetta sín á milli,“ sagði Emery á blaðamannafundi eftir leikinn. „Ég tel þá geta gert það og þeir verða báðir okkar spyrnumenn.“

„Ef þeir komast ekki að samkomulagi þá mun ég leysa það fyrir þá. Ég vil ekki að þetta verði vandamál fyrir okkur.“

Bæði mörk PSG í gær voru sjálfsmörk Lyon, Cavani misnotaði vítaspyrnuna sem liðið fékk í seinni hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×