Enski boltinn

Neville: United ekki að spila vel

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Framherjinn Romelu Lukaku hefur skorað 7 mörk í 7 leikjum fyrir United á tímabilinu
Framherjinn Romelu Lukaku hefur skorað 7 mörk í 7 leikjum fyrir United á tímabilinu Vísir/getty
Mörk á lokamínútum leikja laga úrslitin og fela slæmar frammistöður Manchester United, segir Gary Neville, fyrrum leikmaður United og sérfræðingur Sky Sports.

United vann Everton 4-0 á heimavelli í gær, og komu 3 af 4 mörkum á níu mínútna kafla undir lok leiksins.

„Nei, þetta var ekki góð frammistaða,“ sagði Neville við Sky Sports.

„Það er ákveðið mynstur að myndast. Komast í forystu og verða svo þolinmóðir. Leggjast í vörn og gera varnarskiptingar. Andstæðingurinn fer að sækja í örvæntingu og United skorar mörk seint í leiknum.“

United hefur skorað níu mörk á síðustu 10 mínútum leikja í fyrstu fimm umferðum ensku úrvalsdeildarinnar, en sjö á fyrstu 80 mínútunum.

„Þetta hefur gerst tvisvar, þrisvar á tímabilinu. Jose [Mourinho, knattspyrnustjóri United] er þekktur fyrir að vera þolinmóður þjálfari og lið hans lítur út fyrir að hafa þroskann í að takast á við það,“ sagði Neville sem á að baki yfir 600 leiki fyrir Manchester United.

United er jafnt í fyrsta til öðru sæti deildarinnar ásamt grönnum sínum í Manchester City, með fjóra sigra og eitt jafntefli og markatöluna 16-2.


Tengdar fréttir

United ekki í vandræðum með Everton

Manchester United og Everton mættust á Old Trafford í lokaleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni og var leiknum að ljúka nú rétt í þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×