Enski boltinn

Messan: Hvað geturðu sagt við svona mann?

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
David Luiz, varnarmaður Chelsea, fékk að líta rauða spjaldið í 0-0 jafnteflinu við Arsenal í gær. Spjaldið var ekki það fyrsta á ferlinum hjá brasilíska varnarmanninum og var hann til umræðu í Messunni í gær.

„Kæruleysið dúkkar alltaf upp,“ sagði Ríkharður Daðason, einn af sérfræðingum Messunnar.

„Alexis Sanchez gerir vel, hann er að trufla hann og pirra hann. En munum hvernig Cahill fékk rauða spjaldið í fyrstu umferð, nákvæmlega eins.“

„Hann slær olnboganum í andlitið á Sanchez fyrst, tæklar svo yfir boltann. Púra rautt spjald,“ bætir Jóhannes Karl Guðjónsson við.

Englandsmeistarar Chelsea eru í þriðja sæti eftir fimm umferðir, með þrjá sigra, jafntefli og tap.

Innslagið í Messunni má sjá í heildina í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

David Luiz missir af stórleik gegn Manchester City

David Luiz, leikmaður Chelsea, er á leiðinni í þriggja leikja bann eftir rauða spjaldið sitt gegn Arsenal í dag og hann mun því missa af stórleiknum gegn Manchester City þann 30. september.

Markalaust í stórleik helgarinnar

Chelsea og Arsenal mættust í stórleik helgarinnar í enska boltanum í dag en bæði lið spiluðu í evrópukeppnum í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×