Enski boltinn

Messan: Erfitt að ráða við fjölbreyttan sóknarleik City

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sérfræðingar Messunnar ræddu Manchester City í uppgjöri 5. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í gær. City rúllaði 6-0 yfir Watford og eru jafnir á toppnum með grönnunum í United.

„Þegar maður sér Aguero í þessum ham, þá skilur maður ekki einhverja umræðu fyrir nokkrum vikum að hann yrði mögulega ekki í byrjunarliðinu, eða væri á leiðinni frá City,“ sagði Ríkharður Daðason.

Aguero skoraði þrennu gegn Watford, hans sjötta í ensku úrvalsdeildinni.

„En er ekki það sem við erum að sjá í þessu City liði, það sem er að koma á óvart, þessir tveir menn þarna frammi, Aguero og Jesus, hversu vel þeir eru að tengja saman?“ spyr Jóhannes Karl Guðjónsson.

„Akkúrat. Það var verið að setja saman einhverja umræðu um það að það væri ekki pláss fyrir Aguero afþví Gabriel Jesus væri að koma. Augljóst, þú getur bara spilað þeim báðum,“ svaraði Ríkharður.

Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×