Erlent

Eldsvoði í norðurhluta Lundúna

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Yfir hundrað slökkviliðsmenn eru á vettvangi eldsvoðans í norðurhluta Lundúna.
Yfir hundrað slökkviliðsmenn eru á vettvangi eldsvoðans í norðurhluta Lundúna. Vísir/AFP Mynd tengist frétt ekki beint
Mikill eldur geisar nú í vörugeymslu í norðurhluta Lundúna. Hundrað og fjörutíu slökkviliðsmenn vinna nú að slökkvistarfi og eru tuttugu og fimm slökkviliðsbílar á vettvangi. Aðstæður eru sagðar „virkilega ógnvekjandi“ eins og segir á vef Guardian.

Vörugeymslan stendur við White Hart Lane, skammt frá samnefndum heimavelli enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham Hotspur, sem um þessar mundir byggir nýjan knattspyrnuvöll á svæðinu.

Myndir af vettvangi sýna þykkan reyk sem leggur frá vörugeymslunni. Slökkviliðsmenn hjá Brunavörnum Lundúna mælast til þess að fólk í nærliggjandi húsum loki gluggunum.

Eldsupptök eru ókunn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×