Innlent

Óvenju lítil sjósókn við upphaf nýs kvótaárs

Gissur Sigurðsson skrifar
Úr Grundarfjarðarhöfn.
Úr Grundarfjarðarhöfn. Vísir/Vilhelm
Óvenju lítil sjósókn hefur verið síðan nýtt kvótaár hófst um síðustu mánaðamót. Þetta er sérstaklega athyglisvert í ljósi þess að tíð hefur lengst af verið góð og hægt að róa upp á  hvern dag, ef áhugi hefði verið á því.

Útvegsmenn sem fréttastofan hefur rætt við gefa þá skýringu að menn vilji í lengstu lög treina kvóta sína í von um að verð fari aftur að hækka á erlendum mörkuðum.

Verðlækkunin hefur endurspeglast áþreifanlega á innlendu fiskmörkuðunum þar sem lækkunin er í sumum tilvikum mæld í tugu prósenta og nú bætist það við að verðhrun blasir við í síldarafurðum, jafvnel upp á 30 prósent frá því í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×