Handbolti

Seinni bylgjan: Þrír Haukar í liði umferðarinnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Björgvin Páll var valinn besti leikmaður 2. umferðar Olís-deildar karla.
Björgvin Páll var valinn besti leikmaður 2. umferðar Olís-deildar karla. Vísir/Eyþór
Farið var yfir 2. umferð Olís-deildar karla í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gær.

Björgvin Páll Gústavsson fékk 10 í einkunn fyrir frammistöðu sína í 29-23 sigri Hauka á ÍBV og það kom því lítið á óvart að hann var valinn Nocco leikmaður umferðarinnar.

Björgvin Páll hefur farið frábærlega af stað á tímabgilinu og varið eins og berserkur í fyrstu tveimur leikjum Hauka sem báðir unnust.

Björgvin Páll var að sjálfsögðu í liði 2. umferðar. Haukar áttu tvo aðra fulltrúa í því, Daníel Þór Ingason og Hákon Daða Styrmisson, og þá var Gunnar Magnússon valinn þjálfari umferðarinnar.

FH-ingarnir Ágúst Birgisson og Ásbjörn Friðriksson voru einnig í liði umferðarinnar ásamt ÍR-ingnum Kristjáni Orra Jóhannssyni og Selfyssingnum Teiti Erni Einarssyni.

Hákon Daði var svo valinn hörkutól umferðarinnar.

Nocco leikmaður umferðarinnar
Lið umferðarinnar
Hörkutól umferðarinnar

Tengdar fréttir

Björgvin Páll með leik upp á 10

Björgvin Páll Gústavsson átti stórleik þegar Haukar unnu sex marka sigur á ÍBV, 29-23, í 2. umferð Olís-deildar karla í gær.

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 29-23 | Haukar unnu síðustu 50 mínúturnar 28-17

Haukar eru með fullt hús eftir sannfærandi sigur á meistaraefnunum í ÍBV. Eyjamenn komust í 5-0 í byrjun leiks það dugði skammt því Haukarnir jöfnuðu í 6-6 eftir leikhlé Gunnars Magnússonar og keyrðu síðan yfir ÍBV-liðið í seinni hálfleik þar sem Björgvin Páll Gústavsson fór á kostum í markinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×