Erlent

Næsthlýjasti ágúst frá upphafi mælinga

Kjartan Kjartansson skrifar
Kortið sýnir frávik ágúst 2017 frá meðaltalshita tímabilsins 1951-1980.
Kortið sýnir frávik ágúst 2017 frá meðaltalshita tímabilsins 1951-1980. NASA/GISS/GISTEMP
Meðalhiti jarðar var sá annar mesti í ágústmánuði frá því að mælingar hófust fyrir 137 árum samkvæmt nýjum tölum bandarískum geimvísindastofnunarinnar NASA.

Ágústmánuður var 0,85°C hlýrri en miðgildi hitastigs þess mánaðar frá 1951 til 1980.

Aðeins ágúst í fyrra var hlýrri en ágústmánuður í ár. Þá var hitafar jarðar enn undir áhrifum frá veðurfyrirbrigðinu El Niño sem hafði staðið yfir frá árinu áður og var óvenjuöflugt. Meðalhiti mánaðarins var þá 0,99°C hærri en á tímabilinu 1951-1980.

Í greiningu Goddad-geimrannsóknastofnunar NASA (GISS) kemur einnig fram að ágúst í ár var 0,2°C hlýrri en ágústmánuður eftir síðasta öfluga El Niño sem stóð yfir frá 1997 til 1998.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×