Enski boltinn

Ferdinand snýr sér að boxi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rio Ferdinand hefur ákveðið að söðla um og snúa sér að boxi.
Rio Ferdinand hefur ákveðið að söðla um og snúa sér að boxi. vísir/getty
Rio Ferdinand, fyrrverandi leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, ætlar að gerast atvinnumaður í boxi.

Ferdinand greindi frá þessu á Twitter í dag. Veðmálafyrirtækið Betfair viðraði þessa hugmynd við Ferdinand og ætlar að hjálpa honum að fá keppnisleyfi í boxi.

Hinn 38 ára gamli Ferdinand lagði skóna á hilluna fyrir tveimur árum eftir langan og farsælan feril. Hann lék lengst af með Manchester United og varð m.a. sex sinnum Englandsmeistari með félaginu.

„Ég er að gera þetta því þetta er áskorun. Ég hef unnið titla og stefni núna að því að vinna belti,“ sagði Ferdinand sem mun æfa undir handleiðslu Richie Woodhall, fyrrverandi meistari í ofurmillivigt.

„Hann er mjög hrár en hann hefur alla náttúrulegu eiginleikana og forskot á boxara í sínum þyngdarflokki hvað varðar hæð og faðm. Hann hefur hæfileika til að vinna titil í framtíðinni,“ sagði Woodhall um lærisvein sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×