Handbolti

Seinni bylgjan: Markvarslan er búin að vera hörmung

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sebastian Alexandersson lét markverði Olís-deildar karla heyra það í Seinni bylgjunni í gær.

„Jesús kristur, markvarslan í deildinni það sem af er vetrar er búin að vera hörmung. Ég er ekki að taka alla undir þann hatt en í 2. umferð eru 10 af 16 markvörðum sem tóku þátt með undir 30% markvörslu. Mér finnst það afspyrnuslakt,“ sagði Sebastian.

„Það er sérstakt áhyggjuefni hvað þeir eru lélegir að verja langskot. Ég er móðgaður sem fyrrverandi markvörður að sjá í hvaða ástandi markvarslan í deildinni er,“ bætti Sebastian við.

Hann kannaðist ekki við að hafa verið með undir 40% markvörslu á sínum langa ferli.

„Við erum í efstu deild karla og verðum að gera kröfur um að markverðir verji allavega 30%,“ sagði Sebastian.

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×