Golf

Upp um 118 sæti á heimslistanum á tveimur vikum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólafía Þórunn komst í gegnum niðurskurðinn á Evian-meistaramótinu um helgina.
Ólafía Þórunn komst í gegnum niðurskurðinn á Evian-meistaramótinu um helgina. mynd/let/tristan jones

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hækkaði sig um 15 sæti á heimslistanum í golfi milli vikna.

Ólafía lenti í 48. sæti á Evian-meistaramótinu, síðasta risamóti ársins, um helgina. Þetta var hennar besti árangur á risamóti á ferlinum.

Eftir að hafa náð 4. sætinu á Indy Women in Tech-mótinu um þarsíðustu helgi stökk Ólafía upp um 103 sæti á heimslistanum; úr 300. sæti og í 197. sæti.

Nú er hún komin upp í 182. sætið á heimslistanum og hefur því hækkað sig um 118 sæti á tveimur vikum.

Í ársbyrjun var Ólafía í 611. sæti heimslistans. GR-ingurinn hefur því stokkið upp um 429 sæti síðan fyrsti heimslisti ársins var gefinn út.

Ólafía er í 69. sæti peningalista LPGA-mótaraðarinnar. Hundrað efstu kylfingarnir fá keppnisrétt á næsta ári.


Tengdar fréttir

Ólafía fékk 1,3 milljónir króna

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fékk tæplega 1,3 milljónir íslenskra króna í verðlaunafé fyrir árangur sinn á Evian-risamótinu í Frakklandi.

Ólafía lék lokahringinn í Frakklandi á pari og endaði í 48. sæti

Íslenski atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék lokahringinn á Evian-risamótinu í golfi á pari en eftir erfiðleika um miðbik hringsins lék hún stórgott golf á lokaholunum og kom í hús á pari sem dugði henni til þess að enda í 48. sæti á mótinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.