Innlent

SUS lýsir yfir fullu trausti til Sigríðar Á. Andersen

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Ingvar Smári Birgsson, nýkjörinn formaður SUS.
Ingvar Smári Birgsson, nýkjörinn formaður SUS.
Samband ungra Sjálfstæðismanna ber fullt traust til Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra, segir í tilkynningu frá sambandinu sem send var út í dag.

„Samband ungra Sjálfstæðismanna ber fullt traust til Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra, nú sem fyrr, og hafnar ásökunum um að Sjálfstæðisflokkurinn sýni kynferðisafbrotum léttúð,“ segir í tilkynningunni sem formaður SUS, Ingvar Smári Birgisson, skrifar undir.

Eini ráðherra sögunnar sem neitað hafi að skrifa undir uppreist æru

Þá segir einnig að dómsmálaráðherra hafi í maí á þessu ári hafið „endurskoðun á lögum um uppreist æru með það að markmiði að gera lögin gagnsærri og skapa sátt um þau.“

Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, á fundi nefndarinnar í morgun.vísir/anton brink
Sigríður sé einnig eini ráðherra í sögunni sem neitað hafi að skrifa undir uppreist æru kynferðisafbrotamanns, „þvert á ráðleggingar ráðuneytisins og áratugalanga venju athugasemdalausra afgreiðsluhátta.“

SUS fangar því jafnframt að dómsmálaráðherra gæti varkárni við meðferð viðkvæmra upplýsinga.

„Birting upplýsinga sem sanngjarnt og eðlilegt er að leynt fari skv. upplýsingalögum geta varðað refsiábyrgð eins og dæmin sýna.“

Mikið hitamál

Það má segja að uppreist æra, sem hefur mikið verið í umræðunni undanfarna mánuði, hafi fellt ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur verið harðlega ganrýnd fyrir meðferð sína á málum er varða málflokkinn en hún sat fyrir svörum á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun og ræddi reglur um uppreist æru.

Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu á fimmtudaginn í liðinni viku og bar fyrir sig trúnaðarbresti sem þau telj Sigríði og Bjarna hafa gerst sek um þegar þau greindu ekki öðrum ráðherrum í ríkisstjórninni frá því að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, skrifaði undir umsögn á umsókn dæmds kynferðisbrotamanns um uppreist æru. 


Tengdar fréttir

Vísar því á bug að hafa blekkt umsagnaraðila

Hjalti Sigurjón Hauksson segir Harald Þór Teitsson og Svein Matthíasson líkast til hrædda enda sé búið að taka hann af lífi í umræðunni. Hann skilji vel að þeir vilji ekki vera næstir í gálgann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×