Körfubolti

Brynjar Þór: Höfum engar afsakanir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Brynjar og félagar hafa orðið Íslandsmeistarar undanfarin fjögur ár.
Brynjar og félagar hafa orðið Íslandsmeistarar undanfarin fjögur ár. vísir/andri marinó
KR mætir belgíska liðinu Belfius Mons-Hainaut í fyrri leik liðanna í 1. umferð FIBA Europe Cup í DHL-höllinni í kvöld. Seinni leikurinn fer fram ytra á miðvikudaginn í næstu viku.

„Við vitum að þeir eru með sjö Kana og virkilega breiðan hóp. Þeir eru með hávaxið lið, mikla íþróttamenn og virkilega sterkan leikstjórnanda sem á eftir að reynast okkur erfiður,“ sagði Brynjar Þór Björnsson í samtali við Arnar Björnsson.

Þetta er fyrsti keppnisleikur KR á tímabilinu en nokkrir leikmenn liðsins hafa staðið í ströngu með íslenska landsliðinu í sumar.

„Það er skrítin tilfinning að fyrsti alvöru leikurinn sé Evrópuleikur. Maður hefði viljað fá 2-3 auka vikur til að stilla saman strengi en svona er lífið. Við þurfum að gefa allt í þetta og höfum engar afsakanir,“ sagði Brynjar en KR-ingar hafa ekki náð mörgum æfingum saman.

Viðtalið við Brynjar sem og viðtöl við Finn Frey Stefánsson, Jón Arnór Stefánsson og Pavel Ermolinskij má sjá hér að neðan.

Brynjar Þór
Finnur Freyr
Jón Arnór
Pavel

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×