Erlent

Einn látinn af völdum Maríu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Minnst einn er látinn og tveggja er saknað eftir að fellibylurinn María gekk yfir Guadeloupe og aðrar eyjur í Karíbahafi í nótt.

Yfirvöld á Guadeloupe segja að einn hafi látist eftir að hafa orðið fyrir tré. Tveggja er saknað eftir að skip sökk í grennd við Guadelope.

María náði aftur fyrri styrk eftir að hún gekk yfir eyjuna Dóminíku í nótt og olli þar gríðarlegri eyðileggingu. Búist er við að María verði fjórða eða fimmta stigs fellibylur þegar hún nálgast Púertó Ríkó og Jómfrúareyjar.

María fetar nokkurn veginn sömu slóð og fellibylurinn Irma sem olli gríðarlegri eyðileggingu á sömu slóðum fyrr í mánuðinum.

Ríkisstjóri Púertó Ríkó hefur hvatt alla íbúa ríkisins, um 3,5 milljónir, að leita sér skjóls í tæka tíð áður en María skellur á.

Útgöngubann hefur verið sett á á Bresku jómfrúareyjum þar sem óttast er að brak sem fyrir er eftir að Irma gekk þar yfir geti tekist á loft og skapað mikla hættu þegar María gengur yfir.

Hér að neðan má sjá gagnvirkt kort af Maríu.


Tengdar fréttir

María ógnar fórnarlömbum Irmu

Fellibylurinn María hefur náð styrk fjórða stigs fellibyls. Stefnir María nú á eyjur í Karíba-hafinu sem sumar hverjar urðu illa úti eftir að fellibylurinn Irma gekk þar á land fyrir skömmu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×