Erlent

Öflugur jarðskjálfti skók Mexíkó

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Fyrr í þessum mánuði létust um 90 manns í skjálfta sem reið yfir sama svæði.
Fyrr í þessum mánuði létust um 90 manns í skjálfta sem reið yfir sama svæði. Nordicphotos/AFP
Öflugur jarðskjáfti skók Puebla ríki í Mexíkó rétt í þessu. Mældist hann 7,1 stig. BBC greinir frá.

Skjáftinn olli talsverðu tjóni í höfuðborg landsins, Mexíkóborg, en vitni greina frá því að byggingar hafi verið rýmdar.

Fyrr í þessum mánuði létust um 90 manns í jarðskjáfta í Mexíkó. Miklar skemmdir urðu í þeim jarðskjálfta.

Ekki hafa enn borist fregnir af manntjóni eða eignaskaða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×