Enski boltinn

Leicester skellti Liverpool | Leeds vann í vítakeppni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Okazaki markaskorari í baráttu við Ragga Klavan.
Okazaki markaskorari í baráttu við Ragga Klavan. vísir/getty
Fjölmargir leikir fóru fram í enska deildabikarnum í kvöld en stórleikur kvöldsins var viðureign Leicester City og Liverpool.

Leicester vann þann leik, 2-0, með mörkum frá Shinji Okazaki og Islam Slimani. Liverpool sterkari aðilinn lengstum en náði ekki að koma boltanum í netið.

Jóhann Berg Guðmundsson var í liði Burnley sem lenti í miklu basli gegn Leeds. Chris Wood, fyrrum leikmaður Leeds, jafnaði einni mínútu fyrir leikslok fyrir Burnley en Leeds skoraði úr víti í uppbótartíma og virtist hafa unnið. Á síðustu sekúndum uppbótartíma skoraði Robbie Brady með frábæru marki beint úr aukaspyrnu. 2-2 og því varð að framlengja leikinn.

Ekkert mark var skorað þar og því varð að grípa til vítakeppni. Leeds skoraði úr öllum sínum spyrnum en Burnley klúðraði einni og Leeds fór því áfram. Jóhann Berg Guðmundsson tók ekki víti fyrir Burnely en hugsanlega átti hann að taka fimmtu spyrnuna sem þurfti ekki að taka.

Hörður Björgvin Magnússon var loksins í liði Bristol City og lék sem bakvörður er liðið vann óvæntan 2-0 sigur á úrvalsdeildarliði Stoke City.

Birkir Bjarnason var í liði Aston Villa sem tapaði 0-2 á heimavelli gegn Middlesbrough.

Úrslit kvöldsins:

Leicester-Liverpool 2-0

Brentford-Norwich  1-3

Wolves-Bristol Rovers  1-0

Burnley-Leeds Utd.  2-2 (Leeds vann í vítakeppni)

Bristol City-Stoke City  2-0

Aston Villa-Middlesbrough  0-2

West Ham-Bolton  3-0

Crystal Palace-Huddersfield  1-0

Bournemouth-Brighton  1-0

Reading-Swansea  0-2

Tottenham-Barnsley  1-0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×