Erlent

Myndbönd sýna kraft jarðskjálftans í Mexíkó

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Fólki bjargað úr rústum byggingar í Mexíkó-borg fyrr í kvöld.
Fólki bjargað úr rústum byggingar í Mexíkó-borg fyrr í kvöld. Vísir/afp
Byggingar hrundu í Mexíkó-borg og óttast er um líf fjölmargra eftir að jarðskjálfi að stærð 7,1 skók Mexíkó fyrr í kvöld. 42 eru látnir í Morelos-ríki eftir skjálftann.

Myndbönd sem birt hafa verið á samfélagsmiðlum, og má sjá hér fyrir neðan, sýna hversu kraftmikill jarðskjálftinn var.

Sjá má hvernig byggingar hrynja, hús leika reika á reiðiskjálfi og hvernig klæðning fellur af húsum. Í frétt Reuters segir að talið sé að fólk sé fast í rústum bygginga eftir skjálftann.

Þá hefur BBC eftir fjölmiðlum í Mexíkó að talið sé að fjölmargir hafi látist en fyrr í þessum mánuði létust um 90 manns í jarðskjáfta í Mexíkó. Miklar skemmdir urðu í þeim jarðskjálfta.

Jarðskjálftinn átti upptök sín um 120 kílómetra frá Mexíkóborg, samkvæmt upplýsingum Jarðfræðistofnunar Bandaríkjanna.

32 ár eru upp á dag frá því að tíu þúsund manns létust í jarðskjálfta í Mexíkóborg árið 1985. Í frétt BBC segir að jarðskjálftinn í kvöld hafi riðið yfir á sama tíma og haldin var æfing vegna viðbragða við jarðskjálfta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×