Innlent

Stefnir í 22 gráður í dag

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Vopnfirðingar mega gera ráð fyrir brakandi blíðu í dag.
Vopnfirðingar mega gera ráð fyrir brakandi blíðu í dag. Vísir

Þau sem munu verja deginum á Norðausturlandi geta gert ráð fyrir töluverðum hlýindum í dag. Veðurstofan áætlar að hitinn geti farið í allt að 22 gráður norðaustantil á þessum fyrsta degi septembermánaðar.

Þá er einnig gert ráð fyrir bjartviðri á Norður- og Austurlandi í dag en annars staðar á landinu verður að öllum líkindum skýjað og sums staðar jafnvel súld. Blása mun úr suðvestri, og verður hvassast við suðaustanströndina og norðvestantil. Vindhraði á bilinu 5 til 13 metrar á sekúndu og hitinn á bilinu 12 til 22 gráður. Suðlægar áttir verða ríkjandi í kvöld og víða mun rigna á morgun.

Það verður þó úrkomuminna norðaustantil og á suðvesturhorninu annað kvöld.

Nánar á veðurvef Vísis.

Veðurhorfur á landinu næstu daga.

Á laugardag:
Sunnan 8-15 m/s, hvassast austast. Rigning víða um land, en úrkomulítið NA-lands. Dregur úr vætu SV-til um kvöldið. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast norðaustanlands. 

Á sunnudag:
Suðvestlæg átt, 8-13 m/s og rigning eða súld á köflum, en úrkomulítið fyrir norðan og austan. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast NA-til. 

Á mánudag:
Vestlæg átt og víða dálítil rigning. Kólnar smám saman. 

Á þriðjudag:
Áframhaldandi vestæg átt og rigning með köflum, en þurrt að kalla SA-til. Fremur svalt í veðri. 

Á miðvikudag:
Suðvestanátt, lengst af þurrt og hlýnandi veður. 

Á fimmtudag:
Útlit fyrir milda og vætusama sunnanátt, en úrkomulítið NA-til.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira