Erlent

Irma orðin að þriðja stigs fellibyl

Samúel Karl Ólason skrifar
Irma er á vesturleið yfir Atlantshafið.
Irma er á vesturleið yfir Atlantshafið. VEÐURSTOFA BANDARÍKJANNA

Atlantshafsóveðrið Irma hefur nú náð styrkleika þriðja flokks fellibyls. Veðurfræðingar fylgjast náið með fellibylnum þar sem hann fikrar sig frá ströndum Afríku vestur yfir Atlantshafið. Of snemmt er að segja til um hvort hann nái á land vestanhafs og þá hvar.

Vindhraði Irmu er nú orðinn 50 metrar á sekúndu og hefur styrkur fellibylsins aukist hratt á síðasta sólarhring.

Sjá einnig: Hafa auga með fleiri stormum við Mexíkóflóa

Líklegast þykir að ef Irma nái landi verði það í Karíbahafi eða jafnvel í Bandaríkjunum.

Búist er við því að Irma muni styrkjast verulega á leið sinni yfir Atlantshafið á næstu fjórum til fimm dögum, þar sem aðstæður eru mjög góðar fyrir fellibylji. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira