Sport

Diaz berst ekki við Conor fyrir neina smáaura

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Conor og Diaz eftir síðasta bardaga. Staðan á milli þeirra er 1-1 og því verður að koma þriðja bardaganum á.
Conor og Diaz eftir síðasta bardaga. Staðan á milli þeirra er 1-1 og því verður að koma þriðja bardaganum á. vísir/getty
Margir UFC-aðdáendur vilja ólmir sjá Conor McGregor og Nate Diaz berjast í þriðja sinn en það verður dýrt fyrir UFC að koma þeim bardaga á.

Conor er auðvitað orðinn langlaunahæsti bardagakappinn hjá UFC og skilar það miklum tekjum til sambandsins að hann fær alltaf vel borgað.

Diaz ætlar ekki að gefa sig fyrir neina smáaura og þjálfarinn hans segir að Diaz berjist ekki fyrir minna en 20 eða 30 milljónir dollara.

Síðustu tveir bardagar Diaz í UFC voru bardagarnir gegn Conor. Fyrir þá fékk hann 2,6 milljónir dollara samanlagt. Hann er því að biðja um ansi væna launahækkun.

Peningarnir í kringum Conor eru það miklir að Diaz veit vel að hann getur fengið meira.

„Að minnsta kosti 20 til 30 milljónir dollara. Það þýðir ekkert að vera með stæla. UFC er að græða mikla peninga og stingur þeim bara í vasann hjá sér. McGregor fær mikið og það er ekki sanngjarnt að bara hann græði á bardaga við Diaz,“ sagði Richard Perez.

„Þriðji bardagi Nate og McGregor myndi fá mikið áhorf og það ætti því ekki að vera mikið mál að láta Nate fá 30 milljónir dollara.“

Fyrri bardagar kappanna fóru fram í veltivigt en Conor er í þyngdarflokknum þar fyrir neðan. Írinn vill líka að þriðji bardaginn fari fram í hans þyngdarflokki.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×