Sport

Rússinn vann Hollendinginn í Rotterdam

Pétur Marinó Jónsson skrifar
Vísir/Getty
Alexander Volkov sigraði Stefan Struve á heimavelli hins síðarnefnda í kvöld. Volkov kláraði Struve með tæknilegu rothöggi í 3. lotu í fjörugum bardaga.

Bardaginn var nokkuð jafn og skemmtilegur en báðir bardagamenn sóttu ákaft í aðalbardaga bardagakvöldsins í Rotterdam í kvöld. Hollendingurinn Stefan Struve átti sín augnablik í bardaganum en Volkov tókst að lenda fleiri höggum.

Í þriðju lotu þjarmaði Volkov að Struve og kýldi hann niður og fylgdi því svo eftir með nokkrum höggum í gólfinu áður en dómarinn stöðvaði bardagann. Þetta var þriðji sigur Volkov í röð í UFC og nálgast hann nú toppinn í þungavigtinni.

Volkov ætlar þó ekkert að missa sig í fögnuði eftir bardagann enda segist hann vera fremur rólegur maður. Hann mun snæða eitthvað gott í kvöld og fagna svo með konunni sinni þegar hann kemur heim til Rússlands.

Bardagakvöldið í Hollandi var ágætis skemmtun en hér má sjá öll önnur úrslit kvöldsins.

MMA

Tengdar fréttir

Risar mætast í Hollandi

Eftir boxbardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather tekur nú við hefðbundin dagskrá hjá UFC í kvöld. Þar mætast tveir ansi hávaxnir menn í aðalbardaganum á bardagakvöldi í Rotterdam.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×