Viðskipti erlent

Forvitni einhleypra kom Tinder á toppinn

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Forvitni notenda virðist hafa borið þá ofurliði en margir hafa fjárfest í uppfærslunni.
Forvitni notenda virðist hafa borið þá ofurliði en margir hafa fjárfest í uppfærslunni. Vísir/Getty

Stefnumótasmáforritið Tinder trónar nú á toppi lista yfir tekjuhæstu smáforritin í hinni svokölluðu App Store, í hverri iPhone-notendur hlaða niður smáforritum í síma sína. Ný uppfærsla á Tinder, Tinder Gold, er talin hafa skotið smáforritinu á toppinn.

Notendur um allan heim gátu fyrst í síðustu viku hlaðið niður Tinder Gold. Hin nýja uppfærsla býður notendum, sem greiða fyrir þjónustuna, að sjá hverjir hafa „svæpað“ til hægri áður en þeir „svæpa“ sjálfir. Forvitni notenda virðist hafa borið þá ofurliði en margir hafa fjárfest í uppfærslunni og hún þannig talin hafa komið Tinder á topplista yfir tekjuhæstu smáforritin.

Tinder-notendur í makaleit fá upp myndir af öðrum vænlegum notendum á snjallsímaskjái sína, sem þeir annað hvort „svæpa“ til hægri ef þeim hugnast viðkomandi en til vinstri ef þeir hafa ekki áhuga. Ef báðir aðilar „svæpa“ til hægri verður til svokölluð „samsvörun“ eða „match“ og þá opnast möguleiki fyrir samskipti á milli notendanna tveggja. Þeir sem kaupa áskrift að Tinder Gold geta nú séð vænlegar samsvaranir fyrirfram.

Brian Norgard, sem er yfir gagnaöflun hjá Tinder, greindi frá listanum á Twitter-reikningi sínum í vikunni og minntist sérstaklega á það hversu vænleg áskriftarþjónusta af þessu tagi væri.Fram þessu hafði Tinder ekki boðið upp á að fólk gæti séð fyrir fram hvaða notendur hafa „svæpað“ til hægri. Þetta hafði aðeins verið hægt að staðfesta ef báðir aðilar eru jákvæðir í garð hins og úr verður áðurnefnd „samsvörun“.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
LEQ
0,73
1
115.500
ARION
0,12
14
58.918
ORIGO
0
2
2.368
EIM
0
4
32.149

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
-3,22
8
54.361
HAGA
-2,03
5
144.301
SJOVA
-1,97
3
22.290
REGINN
-1,77
7
124.456
SYN
-1,3
2
54.760