Innlent

Stefnir í votviðrasama viku

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Það er eflaust best að draga fram pollagallann og regnhlífarnar.
Það er eflaust best að draga fram pollagallann og regnhlífarnar. Vísir/Ernir

Það stefnir í votviðrasama viku á landinu með ríkjandi suðlægum áttum, þó vindur snúist heldur til norðanáttár um tíma á norðvestanverðu landinu. Þetta segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Í dag er þó útlit fyrir fremur hæga suðlæga átt og súld eða rigningu af og til, en útlit er fyrir að hann hangi að mestu þurr norðaustanlands fram eftir degi. Þar gæti hiti farið í 16 til 18 gráður.

Í kvöld og nótt hvessir víða og bætir í rigninguna við sunnan og austanlands, það má jafnvel búast við nokkuð þéttri rigningu suðaustantil á morgun, en á þriðjudag er útlit fyrir meiri skúraleiðingar í flestum landshlutum. Áfram er útlit fyrir votviðri seinnipart vikunnar, og yfirleitt milt veður.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:
Suðaustan og síðar austan 5-13 m/s en norðaustlægari á Vestfjörðum. Rigning, talsverð suðaustanlands en úrkomuminna á Norðurlandi, einkum síðdegis. Hiti 10 til 16 stig, hlýjast á Norðurlandi.

Á þriðjudag:
Austlæg átt, 3-8 m/s en norðaustan 5-13 á Vestfjörðum og Ströndum. Rigning á Suðausturlandi og Austfjörðum annars víða skúrir en þurrt að kalla norðaustanlands. Hiti 8 til 14 stig.

Á miðvikudag:
Norðvestan og vestan 3-8 með skúraleiðingum með norðourströndinni annars úrkoulítið, en bjartviðri á suðaustan og austanverðu landinu. Hiti frá 7 stigum við norðurströndina, upp í 14 stig suðaustanlands.

Á fimmtudag:
Austlæg átt, 3-10 m/s, hvassast við vesturströndina. Skýjað víðast hvar og rigning en þurrt að kalla norðanlands fram á kvöld. Hiti 7 til 13 stig.

Á föstudag:
Norðan 5-13 m/s, hvassast V-til. Skýjað og dálítil væta í flestum landshlutum. Hiti breytist lítið.

Á laugardag:
Útlit fyrir vaxandi norðan og norðaustanátt með vætu í flestum landshlutum og heldur hlýnandi veðri.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira