Innlent

Konur kjörnar í öll sæti framkvæmdastjórnar UVG

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Gyða Dröfn Hjaltadóttir var kjörin formaður og Valgerður Bláklukka Fjölnisdóttir varaformaður á landsfundi UVG í dag.
Gyða Dröfn Hjaltadóttir var kjörin formaður og Valgerður Bláklukka Fjölnisdóttir varaformaður á landsfundi UVG í dag. Ung vinstri græn
Í morgun var gengið til stjórnarkjörs á landsfundi Ungra vinstri grænna á Grundarfirði. Gyða Dröfn Hjaltadóttir var kjörin formaður og Valgerður Bláklukka Fjölnisdóttir varaformaður.  Í framkvæmdastjórn hreyfingarinnar sitja nú einungis konur.

Landsfundur Ungra vinstri grænna fór fram á Grundarfirði um helgina en fundinum lauk nú í morgun. Talsverðar breytingar urðu á stjórn og skipulagi UVG en margir nýir setjast í stjórn hreyfingarinnar, að því er segir í tilkynningu frá Vinstri grænum.

Tvær stjórnir starfa í UVG, framkvæmdastjórn sem sér um daglegan rekstur hreyfingarinnar og landstjórn sem er æðsta vald milli landsfunda.

Gyða Dröfn Hjaltadóttir var kjörin formaður UVG með öllum greiddum atkvæðum og Valgerður Bláklukka Fjölnisdóttir var kjörin varaformaður. Gyða er sálfræðingur á Heilbrigðisstofnun Austurlands á Egilsstöðum, en hún útskrifaðist með meistarapróf í klínískri sálfræði í júní. Valgerður er nemi í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands.

Í heild sinni eru stjórnir UVG svo skipaðar:

Formaður: Gyða Dröfn Hjaltadóttir

Varaformaður: Valgerður Bláklukka Fjölnisdóttir

Aðalritari: Dagrún Ósk Jónsdóttir

Viðburðastýra: Margrét Erla Þórsdóttir

Ritstýra: Þórdís Dröfn Andrésdóttir

Innrastarfsfulltrúi: Andrea Ósk Sigurbjörnsdóttir

Alþjóðaritari: Rakel G. Brandt

Landstjórn:

Eyrún Baldursdóttir

Isabella Rivera

Jón Axel Sellgren

Rúnar Gíslason

Salvar Andri Jóhannsson

Silja Snædal Drífudóttir

Védís Huldudóttir

Á fundinum fór fram mikil málefnavinna og fjöldi ályktana samþykktar, segir í tilkynningu. Þar má nefna ályktanir um efnahagsmál og skatta, heilbrigðiskerfið, gjaldfrelsi í skólakerfinu, háskólakerfið, LÍN, húsnæðiskerfið, flóttamannamál, lækkun kosningaaldurs, uppreist æru og margt fleira




Fleiri fréttir

Sjá meira


×