Innlent

Hitaveislan liðin hjá

Gissur Sigurðsson skrifar
Frá Egilsstöðum.
Frá Egilsstöðum. Vísir/gva

Hitaveislan um helgina, með allt að 26 stigum á Egilsstöðum, er liðin hjá og verður hiti á bilinu tíu til fimmtán gráður í dag.

Annars verða suðaustan og austanáttir, tíu til fimmtán metrar á sekúndu en hægari vestlæg átt vestast á landinu. Rigning eða skúrir verða í dag en samfelld úrkoma suðaustan til.

Svo fer að hvessa vestantil í kvöld, en dregur úr vindi fyrir austan. Hiti á landinu var í svalara lagi í nýliðnum mánuði, þótt veður hafi þó almennt verið gott. Úrkoma var minni en í meðalári, að Norðurlandi undanskildu og sólskinsstundir voru yfir meðallagi suðvestanlands.

„Þegar líður á vikuna verða norðlægar áttir ríkjandi með rigningu eða súld norðanlands og aðeins kaldara veðri. Líklega mun bjartara og hlýrra, einkum að deginum, sunnan heiða,“ segir á heimasíðu Veðurstofunnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira